Velkomin/nn í spangartækni 1

Ég heiti Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og mun kenna ykkur spangartækni 1. Ég er fótaaðgerðafræðingur menntuð í Svíþjóð og hlaut löggildingu á Íslandi vorið 1993 og hef ég starfað við fagið síðan þá.

Ég hóf störf hjá Keili sem þróunarstjóri námsins í janúar 2017, og ég kenni þar að auki, meðal annars spangartækni.

Þessi áfangi byggist aðalega upp á að kenna vírar- eða stál-spangir sem er ein elsta tækni í gerð spanga. Ég tel mikilvægt að fótaaðgerðafræðingar læri þessa tækni og skilji með því hvernig ferlið virkar.

Vona að við eigum eftir að eiga ánægjulega samfylgd í þessum áfanga